Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 17:36 Ísraelskir skriðdrekir á Gólanhæðum. Ísraelar lögðu undir sig tvo þriðju hluta svæðisins í sex daga stríðinu. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017.
Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira