Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. mars 2019 06:45 Verjendur við munnlegan málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira