Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Líflegar umræður urðu á fundi Miðbæjarfélagsins í gær. Fréttablaðið/Ernir 239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira