Sjáum hvar liðið stendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. mars 2019 17:00 Axel ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins í æfingaleik gegn Svíþjóð fyrir áramót. Fréttablaðið/sigtryggur ari Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira