Innlent

Sýknað af broti á lögum um vínauglýsingar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landsréttur.
Landsréttur. Vísir/Hanna
Einkahlutafélag var í Landsrétti í gær sýknað af ákæru um brot gegn áfengisauglýsingum. Félagið hafði í tvígang árið 2015 keypt auglýsingu í vikublaði þar sem áfengi var auglýst til sölu.

Í héraði var stjórnarformaður einkahlutafélagsins, sem rekur skemmtistað, auk félagsins sjálfs ákærður fyrir brotið. Stjórnarformaðurinn var sýknaður af ákærunni þar sem það hefði verið faðir hans, sem jafnframt var framkvæmdastjóri félagsins, sem keypti umræddar auglýsingar. Félagið var hins vegar sakfellt fyrir brotið og dæmt til greiðslu 150 þúsund króna sektar.

Í Landsrétti var félagið hins vegar sýknað þar sem áfengislögin heimila ekki að refsa félögum fyrir brot gegn lögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×