Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2019 18:45 Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakasamsteypa sem samanstóð af þremur fyrirtækjum, Ellert Skúlasyni, Borgarvirki og GT-verktökum, stóðst ekki skilyrði um að hafa áður unnið verkefni af ákveðinni stærðargráðu, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Tilboð þeirra nam 1.864 milljónum króna, eða 91 prósenti af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust í verkið.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Vegagerðin hyggst í framhaldinu ganga til viðræðna við Ístak, sem átti næstlægsta boð, upp á 2,1 milljarð króna. Um 240 milljónum króna munar á fjárhæð tilboðanna, eða um tólf prósentum. Verkið felst í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Tilboðin voru opnuð þann 19. mars síðastliðinn en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar fyrir þremur vikum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, kvaðst í viðtali daginn sem tilboðin voru opnuð vonast til að framkvæmdir hæfust innan tveggja mánaða og að þeim lyki fyrir lok næsta árs. Frétt Stöðvar 2 frá 19. mars um opnun tilboðanna má sjá hér: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakasamsteypa sem samanstóð af þremur fyrirtækjum, Ellert Skúlasyni, Borgarvirki og GT-verktökum, stóðst ekki skilyrði um að hafa áður unnið verkefni af ákveðinni stærðargráðu, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Tilboð þeirra nam 1.864 milljónum króna, eða 91 prósenti af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust í verkið.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Vegagerðin hyggst í framhaldinu ganga til viðræðna við Ístak, sem átti næstlægsta boð, upp á 2,1 milljarð króna. Um 240 milljónum króna munar á fjárhæð tilboðanna, eða um tólf prósentum. Verkið felst í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Tilboðin voru opnuð þann 19. mars síðastliðinn en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar fyrir þremur vikum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, kvaðst í viðtali daginn sem tilboðin voru opnuð vonast til að framkvæmdir hæfust innan tveggja mánaða og að þeim lyki fyrir lok næsta árs. Frétt Stöðvar 2 frá 19. mars um opnun tilboðanna má sjá hér:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30