Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 12:19 Eiríkur Bergmann hefur sérhæft sig í popúlisma undanfarin ár. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. Tekist er á um það á Alþingi hvort að Ísland afsali sér valdheimildir og ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins yfir íslenskri raforku verði þriðji orkupakkinn samþykktur. Mögulegt afsal fullveldis Íslands hefur í því samhengi verið rætt og þá hafa ýmsir kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.Ís-exit stóri draumurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem eru mótfallnir þriðja orkupakkanum hefðu ekki getað bent á neitt dæmi um afsal á fullveldi. Iðnaðarráðherra hefur þá einnig sagt að með samþykkt pakkans yrðu hendur þjóðarinnar ekki bundnar. Þingmenn á borð við Guðmund Andra Thorsson og Þorstein Víglundsson hafa lýst yfir áhyggjum sínum af popúlískum aðferðum í umræðunni um þriðja orkupakkann. Í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag segir Guðmundur að hér búi fleira undir en fölskvalaus ættjarðarást. „Einangrunarsinnarnir sjá hér tækifæri til að stuðla að útgöngu Íslands úr EES, jafnvel EFTA. Stóri draumurinn er að skapa sérstakt ís-exit,“ skrifar Guðmundur.Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES.Þegar Eiríkur er beðinn um að útskýra nánar hvað þjóðernispopúlismi feli í sér segir hann að orðræðan sé þríþætt. „Í fyrsta lagi þá elurðu á ótta gagnvart tilbúinni utanaðkomandi ógn sem að þjóðfélaginu steðjar. Í öðru lagi sakarðu stjórnvöld – innlenda elítu - um að svíkja þjóðina í hendur hinna erlendu ógnvalda og í þriðja lagi stillirðu sjálfum þér fram sem vörninni gegn bæði hinni erlendu aðsteðjandi ógn og gegn hinni innlendu elítu sem situr á svikráðum við þjóðina.Þríþætt orðræða Eiríkur segir að hægt sé að finna einkenni þjóðernispopúlisma einna skýrast á Íslandi í umræðunni um þriðja orkupakkann. Í rauninni séu öll þrjú atriðin sem hann taldi upp til staðar í málinu. „Það er auðveldast að æsa upp tilfinningar í málum sem eru í eðli sínu flókin og almenningur hefur ekki nægan skilning á bæði vegna þess að það er leiðinlegt að setja sig inn í það; þetta er flókið og lagatæknilegt og ekkert á færi allra nema kannski þeirra sem véla um málin.“ Orðræðan almenn en ekki sértæk Eiríkir segir eftirtektarvert hversu sjaldgæft það sé í umræðunni að nefnd séu tiltekin atriði sem eigi að vera hættuleg í lagatextanum sjálfum. Þess í stað sé höfðað til tilfinninga með því að tala um almenn atriði. Þetta sé eitt af einkennum fyrirbærisins þjóðernispopúlisma. Eiríkur segir að umræðan um þriðja orkupakkann sé langt því frá eina málið sem einkennist af þjóðernispopúlisma en þriðji orkupakkinn sé engu að síður mál þar sem auðvelt sé að beita þjóðernispopúlískum aðferðum. „Þetta eru erlendir aðilar sem þetta snýst um, fullveldið, sjálfstæðið og allt það þannig að málið er þannig vaxið að það er auðvelt að beita þessari aðferð gagnvart því. Nú getur vel verið að það geti verið röksemdir með eða á móti málinu en það sem er eftirtektarvert er að þær skortir hins vegar algjörlega í umræðunni.“ Málið henti ekki vel í þjóðaratkvæðagreiðslu Aðspurður segir Eiríkur að þriðji orkupakkinn sé fráleitt mál til atkvæðagreiðslu. „Þetta er fráleitt mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það ætti að setja eitthvað mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem tengist þessu þá myndir þú setja bara EES samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það sé út í hött að taka einn þráð úr samningnum og setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn vilja ekki eitt svið hans þá á auðvitað bara að setja samninginn sjálfan í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Eiríkur segir að mál sem henti vel í þjóðaratkvæðagreiðslu séu grundvallarmál þar sem álitamál eru uppi um hvaða leið eigi að fara og báðar leiðir séu þó heilt yfir jafngildar. Þá segir hann að afar mikilvægt sé að fólk geti auðveldlega skilið hvað verið sé að greiða atkvæði um. Alþingi Evrópusambandið Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Segir popúlisma einkenna umræðuna um þriðja orkupakkann: „Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“ Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. 7. apríl 2019 10:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. Tekist er á um það á Alþingi hvort að Ísland afsali sér valdheimildir og ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins yfir íslenskri raforku verði þriðji orkupakkinn samþykktur. Mögulegt afsal fullveldis Íslands hefur í því samhengi verið rætt og þá hafa ýmsir kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.Ís-exit stóri draumurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem eru mótfallnir þriðja orkupakkanum hefðu ekki getað bent á neitt dæmi um afsal á fullveldi. Iðnaðarráðherra hefur þá einnig sagt að með samþykkt pakkans yrðu hendur þjóðarinnar ekki bundnar. Þingmenn á borð við Guðmund Andra Thorsson og Þorstein Víglundsson hafa lýst yfir áhyggjum sínum af popúlískum aðferðum í umræðunni um þriðja orkupakkann. Í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag segir Guðmundur að hér búi fleira undir en fölskvalaus ættjarðarást. „Einangrunarsinnarnir sjá hér tækifæri til að stuðla að útgöngu Íslands úr EES, jafnvel EFTA. Stóri draumurinn er að skapa sérstakt ís-exit,“ skrifar Guðmundur.Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES.Þegar Eiríkur er beðinn um að útskýra nánar hvað þjóðernispopúlismi feli í sér segir hann að orðræðan sé þríþætt. „Í fyrsta lagi þá elurðu á ótta gagnvart tilbúinni utanaðkomandi ógn sem að þjóðfélaginu steðjar. Í öðru lagi sakarðu stjórnvöld – innlenda elítu - um að svíkja þjóðina í hendur hinna erlendu ógnvalda og í þriðja lagi stillirðu sjálfum þér fram sem vörninni gegn bæði hinni erlendu aðsteðjandi ógn og gegn hinni innlendu elítu sem situr á svikráðum við þjóðina.Þríþætt orðræða Eiríkur segir að hægt sé að finna einkenni þjóðernispopúlisma einna skýrast á Íslandi í umræðunni um þriðja orkupakkann. Í rauninni séu öll þrjú atriðin sem hann taldi upp til staðar í málinu. „Það er auðveldast að æsa upp tilfinningar í málum sem eru í eðli sínu flókin og almenningur hefur ekki nægan skilning á bæði vegna þess að það er leiðinlegt að setja sig inn í það; þetta er flókið og lagatæknilegt og ekkert á færi allra nema kannski þeirra sem véla um málin.“ Orðræðan almenn en ekki sértæk Eiríkir segir eftirtektarvert hversu sjaldgæft það sé í umræðunni að nefnd séu tiltekin atriði sem eigi að vera hættuleg í lagatextanum sjálfum. Þess í stað sé höfðað til tilfinninga með því að tala um almenn atriði. Þetta sé eitt af einkennum fyrirbærisins þjóðernispopúlisma. Eiríkur segir að umræðan um þriðja orkupakkann sé langt því frá eina málið sem einkennist af þjóðernispopúlisma en þriðji orkupakkinn sé engu að síður mál þar sem auðvelt sé að beita þjóðernispopúlískum aðferðum. „Þetta eru erlendir aðilar sem þetta snýst um, fullveldið, sjálfstæðið og allt það þannig að málið er þannig vaxið að það er auðvelt að beita þessari aðferð gagnvart því. Nú getur vel verið að það geti verið röksemdir með eða á móti málinu en það sem er eftirtektarvert er að þær skortir hins vegar algjörlega í umræðunni.“ Málið henti ekki vel í þjóðaratkvæðagreiðslu Aðspurður segir Eiríkur að þriðji orkupakkinn sé fráleitt mál til atkvæðagreiðslu. „Þetta er fráleitt mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það ætti að setja eitthvað mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem tengist þessu þá myndir þú setja bara EES samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það sé út í hött að taka einn þráð úr samningnum og setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn vilja ekki eitt svið hans þá á auðvitað bara að setja samninginn sjálfan í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Eiríkur segir að mál sem henti vel í þjóðaratkvæðagreiðslu séu grundvallarmál þar sem álitamál eru uppi um hvaða leið eigi að fara og báðar leiðir séu þó heilt yfir jafngildar. Þá segir hann að afar mikilvægt sé að fólk geti auðveldlega skilið hvað verið sé að greiða atkvæði um.
Alþingi Evrópusambandið Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Segir popúlisma einkenna umræðuna um þriðja orkupakkann: „Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“ Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. 7. apríl 2019 10:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Segir popúlisma einkenna umræðuna um þriðja orkupakkann: „Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“ Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. 7. apríl 2019 10:57