Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15