Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 15:38 Mikill hiti er að færast í umræðunni um þriðja orkupakkann. Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál til að ala á ótta og skora keilur hjá þeim hinum óupplýstu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli. Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli.
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira