Forstjóri Korean Air og faðir „hnetudrottningarinnar“ látinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:00 Cho Yang-ho lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og son. Getty/SeongJoon Cho Cho Yang-ho forstjóri flugfélagsins Korean Air er látinn sjötugur að aldri. Í fréttatilkynningu flugfélagsins kemur fram að forstjórinn hafi látist á spítala í Los Angeles í gær. Ekki er greint frá dánarorsök forstjórans. Sonur hans, Cho Won-tae, er talinn líklegur arftaki hans að því er kemur fram í Financial Times. Forstjórinn hefur ratað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Cho Yang hafði nýlega verið vikið úr stjórn flugfélagsins vegna spillingar.Cho Hyun-ah leidd fyrir rétt í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í desember 2014Getty/Chung Sung-JunHnetur í poka ollu uppnámi Elsta dóttir hans, Cho-Hyun-ah, bálreiddist í flugi fyrir fimm árum þegar henni voru færðar hnetur í poka en ekki á diski. Hún skipaði áhöfninni að snúa til baka að hliðinu og vísa yfirflugfreyjunni frá borði. Hún var í kjölfarið fundin sek um að ógna flugöryggi og misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Fékk hún í framhaldinu viðurnefnið „hnetudrottningin“. Yngsta dóttir hans var í apríl í fyrra ásökuð um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Í kjölfar atvikanna svipti forstjórinn dætur sínar allri ábyrgð innan flugfélagsins og bað kóresku þjóðina og starfsmenn flugfélagsins afsökunar.Vikið úr stjórn flugfélagsins Forstjórinn sat sjálfur undir ásökunum um fjársvik og brot á trausti árið 2018. Hann neitaði allri sök en var í kjölfarið vikið úr stjórn Korean Air í síðasta mánuði. Hneykslin hafa vakið upp umræðu um viðskiptaveldi Suður-Kóreu þar sem fjölskyldufyrirtæki eða chaebols, eins og þau eru kölluð þar í landi, eru sögð ráða ríkjum. Cho Yang-ho er sagður fyrsti ríkjandi stjórnandi fjölskyldufyrirtækis í Suður-Kóreu sem hefur verið hrakinn frá völdum. Þykir það stór sigur þeirra sem vilja draga úr valdi fjölskyldna í viðskiptaumhverfi Suður-Kóreu. Andlát Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00 Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27 Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Cho Yang-ho forstjóri flugfélagsins Korean Air er látinn sjötugur að aldri. Í fréttatilkynningu flugfélagsins kemur fram að forstjórinn hafi látist á spítala í Los Angeles í gær. Ekki er greint frá dánarorsök forstjórans. Sonur hans, Cho Won-tae, er talinn líklegur arftaki hans að því er kemur fram í Financial Times. Forstjórinn hefur ratað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Cho Yang hafði nýlega verið vikið úr stjórn flugfélagsins vegna spillingar.Cho Hyun-ah leidd fyrir rétt í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í desember 2014Getty/Chung Sung-JunHnetur í poka ollu uppnámi Elsta dóttir hans, Cho-Hyun-ah, bálreiddist í flugi fyrir fimm árum þegar henni voru færðar hnetur í poka en ekki á diski. Hún skipaði áhöfninni að snúa til baka að hliðinu og vísa yfirflugfreyjunni frá borði. Hún var í kjölfarið fundin sek um að ógna flugöryggi og misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Fékk hún í framhaldinu viðurnefnið „hnetudrottningin“. Yngsta dóttir hans var í apríl í fyrra ásökuð um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Í kjölfar atvikanna svipti forstjórinn dætur sínar allri ábyrgð innan flugfélagsins og bað kóresku þjóðina og starfsmenn flugfélagsins afsökunar.Vikið úr stjórn flugfélagsins Forstjórinn sat sjálfur undir ásökunum um fjársvik og brot á trausti árið 2018. Hann neitaði allri sök en var í kjölfarið vikið úr stjórn Korean Air í síðasta mánuði. Hneykslin hafa vakið upp umræðu um viðskiptaveldi Suður-Kóreu þar sem fjölskyldufyrirtæki eða chaebols, eins og þau eru kölluð þar í landi, eru sögð ráða ríkjum. Cho Yang-ho er sagður fyrsti ríkjandi stjórnandi fjölskyldufyrirtækis í Suður-Kóreu sem hefur verið hrakinn frá völdum. Þykir það stór sigur þeirra sem vilja draga úr valdi fjölskyldna í viðskiptaumhverfi Suður-Kóreu.
Andlát Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00 Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27 Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Önnur þeirra tafði brottför flugs vegna hnetupoka. 22. apríl 2018 23:00
Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk Dóttir stjórnarformanns Korean Air skipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð. 10. desember 2014 16:27
Ársfangelsi vegna hnetupoka Heather Cho braut lög þegar hún lét hætta við flugtak til að reka flugþjón og var hún dæmd í ársfangelsi. 12. febrúar 2015 10:42