Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn Þór Símon Hafþórsson skrifar 5. apríl 2019 22:15 Úr leik kvöldsins. vísir/daníel KR tók á móti Þór Þorlákshöfn í kvöld í ótrúlegum leik í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu fyrir Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. KR, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, sópuðu frá liði Keflavíkur í 8-liða úrslitunum á meðan Þór Þ. landaði ótrúlegri endurkomu gegn Tindastól en liðið sigraði oddaleik liðanna eftir að hafa verið 23 stigum undir og þar að auki 2-0 undir í einvíginu sjálfu eftir fyrstu tvo leikina. Gestirnir sýndu þ.a.l. magnaðan karakter bara til að komast í leikinn í kvöld og sá karakter var svo sannarlega til staðar í kvöld er bæði lið buðu upp á sannkallaða sóknarveislu. KR byrjaði betur og tók afgerandi forystu í upphafi leiks. KR var 10 stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum en Þór sýndi karakterinn að nýju og minnkuðu muninn í fjögur stig. KR bauð svo upp á sóknarveislu í 2. leikhluta og hófu hann með því að taka 18-4 kafla. Enn og aftur sýndi Þór þó karakter og eftir ansi marga klaufalega kafla fundu þeir taktinn og fóru til hlés níu stigum undir, 57-48. Og takið eftir því 57-48 er ekki venjuleg hálfleiksstaða. Vanalega telst það ansi gott að skora 48 stig fyrir hlé en KR var búinn að setja markið mun hærra með sín 57 stig. Það var því augljóst að báðir þjálfararnir eyddu hléinu í að skerpa á varnarleiknum sem var mun grimmari og villurnar urðu fleiri og fleiri hjá báðum liðum. Og það kom í bakið á besta leikmanni Þórs, Kinu Rochford, sem fékk sína 4. villu í 3. leikhluta og sat restina af leikhlutanum á bekknum. En aftur kom karakter Þórs í ljós en þegar margir bjuggust við að liðið myndi brotna án Kinu þá bitu þeir enn meira á forskot KR og gott betur en það. Tomsick henti í flautuþrist sem gaf Þórsurum forystuna þegar liðin fóru í 4. og síðasta leikhlutann. Allt stefndi í magnaðan loka leikhluta en róðurinn varð allt of þungur fyrir gestina er Kinu fór útaf með sína 5. villu um miðbik leikhlutans. KR tók í kjölfarið yfir leikinn og landaði að lokum 8 stiga sigri 99-91.Kristófer Acox reynir að verja skot í kvöld.vísir/daníelAfhverju vann KR? Það er bikar og sigur hefð í Vesturbænum. Það er bara þannig. Þú vinnur ekki fimm Íslandsmeistaratitla í röð án þess að mynda hefð og stemmingu. Stuðningsmenn liðsins mæta svell kaldir til leiks og syngja bara hærra ef á móti blæs enda trúa þeir alltaf að sitt lið komi til baka. Einnig var það of mikill missir fyrir Þór að missa Kinu Rochford af velli en hann skoraði 26 stig í leiknum og var með 24 í hálfleik. Þá lenti hann í villu vandræðum og Baldur neyddist til að nota hann sparlega. Hann þarf að passa sig betur í næstkomandi leikjum því Þór getur vissulega tekið spretti án hans en þeir taka ekki allt maraþonið án vítaminssprautuna sem hann bíður upp á. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlega mega margir bæta sig en sóknarlega voru hreinlega gengu allir af göflunum í kvöld. Hjá KR ber hæst að nefna Mike Di Nunno sem skoraði 26 stig og af þeim voru sex þristar. Pavel var með 10 stoðsendingar. Kristófer Acox og Julian Boyd voru með 11 fráköst og 17 stig hvor. Hjá Þórsurum voru það auðvitað Kinu sem var eins og eitthvað skrímsli á vellinum sem enginn réð við. Nikolas Tomsick átti erfitt updráttar framan af en hann átti nokkra ótrúlega þrista á lykil augnablikum. Hvað gekk illa? Ég er á báðum áttum hvort varnarleikurinn hafi verið jafn slæmur og hann virtist vera en þegar lið skora 57 og 48 stig í fyrri hálfleik er auðvelt að draga þá ályktun. Hinsvegar var ekkert eðlilegt hvað bæði lið voru að hitta vel. Ég veit ég er að endurtaka mig en það sem gekk illa fyrir Þór var Kinu og villu vandræðin hans. Kinu má ekki lenda í svona villu vandræðum ef Þór ætlar að eiga möguleika að vinna þessa seríu. Hvað gerist næst? Liðin mætast að nýju á þriðjudaginn eftir helgi og þá í Þorlákshöfn. Þór vill væntanlega ekki reiða sig aftur á eitthvað kraftaverk og verður að landa sigri þá. Baldur messar yfir sínum mönnum í kvöld.vísir/daníelBaldur Þór: Þýðir ekkert að væla Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, virkaði býsna sáttur með sína menn eftir tapið í kvöld. „Liðin voru mikið að skora bara sitt á hvað og þetta var auðvitað stiga mikill leikur. Það vantaði bara aðeins upp á þetta,“ sagði Baldur sem gaf lítið fyrir það að fjarvera Kinu á lokamínútunum hafi valdið úrslitum. „Auðvitað er vont að missa hann út af en það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta er bara hluti af leiknum,“ sagði Baldur sem sagði fátt hafa komið sér á óvart í leik KR í kvöld. „Það kom mér ekkert á óvart. Maður bjóst við því að þetta yrði hörkuleikur. Við þurfum að bæta okkur varnarlega. 99 stig er allt of mikið. Bæði lið ætla væntanlega að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik,“ sagði Baldur en Þór skoraði 91 stig á KR í kvöld sem telst vel yfir meðaltali. Hann segir sitt lið hafa fulla trúa á verkefninu en þessi lið mætast að nýju á þriðjudagskvöldið í næstu viku. „Við getum unnið öll liðin í deildinni. Við getum alveg unnið þá eins og alla aðra.“ Emil Barja.vísir/daníelJón Arnór: Höfum séð þá koma til baka helvíti oft Jón Arnór átti, eins og oft áður, flottan leik fyrir KR í kvöld í sigrinum gegn Þór. „Ég var á fullu í vörninni og þetta var verðugt verkefni að elta Nickolas Tomsick allan leikinn. Ég var frekar súr í Keflavíkur einvíginu en er að koma til baka,“ sagði Jón sem skoraði 14 stig í kvöld. Hann segir sig og sína liðsfélaga búast við erfiðri seríu og veit af eiginni reynslu að Þór gefst aldrei upp. „Við höfum séð þá koma til baka helvíti oft og við munum eftir leiknum okkar gegn þeim í vetur þar sem þeir skoruðu 20 stig á okkur í lokinn á meðan við skoruðum ekki stig. Við vitum alveg hvað þeir geta,“ sagði Jón Arnór. Að lokum barst talið að Mike Di Nunno sem átti stórleik í kvöld. Mike átti erfitt updráttar er hann kom til liðsins en er að koma sterkur inn núna en hann skoraði 26 stig í kvöld. „Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og var ekki búinn að spila mikið áður en hann kom til landsins. Hann er svo sannarlega búinn að sanna það fyrir okkur og sjálfum sér að hann er hörku leikmaður sem getur komið okkur langt á þessu móti.“ Úr leik kvöldsins.vísir/daníelIngi Þór: Þurfum að þekkja okkar takmörk „Þeir voru að hitta mikið af erfiðum skotum. Við vorum allt of opnir í fyrri hálfleik og Kino var oft eins og Palli einn í heiminum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir erfiðan baráttu sigur í kvöld. Hann sagðist eiga erfitt með að nefna einn KR-ing sem stóð upp úr. „Jón var geggjaður í kvöld og ég gæti talið upp alla í liðinu. Við erum að vinna með styrkleika og veikleika hvers og eins. Við þekkjum okkar takmörk og nú þurfum við að kynnast Þórs liðinu aðeins betur,“ sagði Ingi en KR átti erfitt með varnarleikinn á löngum köflum í kvöld. KR er auðvitað á algjörum heimavelli á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en Ingi segist þó einungis vera að horfa á einn leik í einu. „Við erum ekki að horfa neitt lengra en það. Við tökum bara næsta leik til að koma okkur í betri stöðu í þessari seríu. Þór hefur sýnt að þeir eru ekkert saddir eða hættir.“ Dominos-deild karla
KR tók á móti Þór Þorlákshöfn í kvöld í ótrúlegum leik í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu fyrir Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. KR, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, sópuðu frá liði Keflavíkur í 8-liða úrslitunum á meðan Þór Þ. landaði ótrúlegri endurkomu gegn Tindastól en liðið sigraði oddaleik liðanna eftir að hafa verið 23 stigum undir og þar að auki 2-0 undir í einvíginu sjálfu eftir fyrstu tvo leikina. Gestirnir sýndu þ.a.l. magnaðan karakter bara til að komast í leikinn í kvöld og sá karakter var svo sannarlega til staðar í kvöld er bæði lið buðu upp á sannkallaða sóknarveislu. KR byrjaði betur og tók afgerandi forystu í upphafi leiks. KR var 10 stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum en Þór sýndi karakterinn að nýju og minnkuðu muninn í fjögur stig. KR bauð svo upp á sóknarveislu í 2. leikhluta og hófu hann með því að taka 18-4 kafla. Enn og aftur sýndi Þór þó karakter og eftir ansi marga klaufalega kafla fundu þeir taktinn og fóru til hlés níu stigum undir, 57-48. Og takið eftir því 57-48 er ekki venjuleg hálfleiksstaða. Vanalega telst það ansi gott að skora 48 stig fyrir hlé en KR var búinn að setja markið mun hærra með sín 57 stig. Það var því augljóst að báðir þjálfararnir eyddu hléinu í að skerpa á varnarleiknum sem var mun grimmari og villurnar urðu fleiri og fleiri hjá báðum liðum. Og það kom í bakið á besta leikmanni Þórs, Kinu Rochford, sem fékk sína 4. villu í 3. leikhluta og sat restina af leikhlutanum á bekknum. En aftur kom karakter Þórs í ljós en þegar margir bjuggust við að liðið myndi brotna án Kinu þá bitu þeir enn meira á forskot KR og gott betur en það. Tomsick henti í flautuþrist sem gaf Þórsurum forystuna þegar liðin fóru í 4. og síðasta leikhlutann. Allt stefndi í magnaðan loka leikhluta en róðurinn varð allt of þungur fyrir gestina er Kinu fór útaf með sína 5. villu um miðbik leikhlutans. KR tók í kjölfarið yfir leikinn og landaði að lokum 8 stiga sigri 99-91.Kristófer Acox reynir að verja skot í kvöld.vísir/daníelAfhverju vann KR? Það er bikar og sigur hefð í Vesturbænum. Það er bara þannig. Þú vinnur ekki fimm Íslandsmeistaratitla í röð án þess að mynda hefð og stemmingu. Stuðningsmenn liðsins mæta svell kaldir til leiks og syngja bara hærra ef á móti blæs enda trúa þeir alltaf að sitt lið komi til baka. Einnig var það of mikill missir fyrir Þór að missa Kinu Rochford af velli en hann skoraði 26 stig í leiknum og var með 24 í hálfleik. Þá lenti hann í villu vandræðum og Baldur neyddist til að nota hann sparlega. Hann þarf að passa sig betur í næstkomandi leikjum því Þór getur vissulega tekið spretti án hans en þeir taka ekki allt maraþonið án vítaminssprautuna sem hann bíður upp á. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlega mega margir bæta sig en sóknarlega voru hreinlega gengu allir af göflunum í kvöld. Hjá KR ber hæst að nefna Mike Di Nunno sem skoraði 26 stig og af þeim voru sex þristar. Pavel var með 10 stoðsendingar. Kristófer Acox og Julian Boyd voru með 11 fráköst og 17 stig hvor. Hjá Þórsurum voru það auðvitað Kinu sem var eins og eitthvað skrímsli á vellinum sem enginn réð við. Nikolas Tomsick átti erfitt updráttar framan af en hann átti nokkra ótrúlega þrista á lykil augnablikum. Hvað gekk illa? Ég er á báðum áttum hvort varnarleikurinn hafi verið jafn slæmur og hann virtist vera en þegar lið skora 57 og 48 stig í fyrri hálfleik er auðvelt að draga þá ályktun. Hinsvegar var ekkert eðlilegt hvað bæði lið voru að hitta vel. Ég veit ég er að endurtaka mig en það sem gekk illa fyrir Þór var Kinu og villu vandræðin hans. Kinu má ekki lenda í svona villu vandræðum ef Þór ætlar að eiga möguleika að vinna þessa seríu. Hvað gerist næst? Liðin mætast að nýju á þriðjudaginn eftir helgi og þá í Þorlákshöfn. Þór vill væntanlega ekki reiða sig aftur á eitthvað kraftaverk og verður að landa sigri þá. Baldur messar yfir sínum mönnum í kvöld.vísir/daníelBaldur Þór: Þýðir ekkert að væla Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, virkaði býsna sáttur með sína menn eftir tapið í kvöld. „Liðin voru mikið að skora bara sitt á hvað og þetta var auðvitað stiga mikill leikur. Það vantaði bara aðeins upp á þetta,“ sagði Baldur sem gaf lítið fyrir það að fjarvera Kinu á lokamínútunum hafi valdið úrslitum. „Auðvitað er vont að missa hann út af en það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta er bara hluti af leiknum,“ sagði Baldur sem sagði fátt hafa komið sér á óvart í leik KR í kvöld. „Það kom mér ekkert á óvart. Maður bjóst við því að þetta yrði hörkuleikur. Við þurfum að bæta okkur varnarlega. 99 stig er allt of mikið. Bæði lið ætla væntanlega að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik,“ sagði Baldur en Þór skoraði 91 stig á KR í kvöld sem telst vel yfir meðaltali. Hann segir sitt lið hafa fulla trúa á verkefninu en þessi lið mætast að nýju á þriðjudagskvöldið í næstu viku. „Við getum unnið öll liðin í deildinni. Við getum alveg unnið þá eins og alla aðra.“ Emil Barja.vísir/daníelJón Arnór: Höfum séð þá koma til baka helvíti oft Jón Arnór átti, eins og oft áður, flottan leik fyrir KR í kvöld í sigrinum gegn Þór. „Ég var á fullu í vörninni og þetta var verðugt verkefni að elta Nickolas Tomsick allan leikinn. Ég var frekar súr í Keflavíkur einvíginu en er að koma til baka,“ sagði Jón sem skoraði 14 stig í kvöld. Hann segir sig og sína liðsfélaga búast við erfiðri seríu og veit af eiginni reynslu að Þór gefst aldrei upp. „Við höfum séð þá koma til baka helvíti oft og við munum eftir leiknum okkar gegn þeim í vetur þar sem þeir skoruðu 20 stig á okkur í lokinn á meðan við skoruðum ekki stig. Við vitum alveg hvað þeir geta,“ sagði Jón Arnór. Að lokum barst talið að Mike Di Nunno sem átti stórleik í kvöld. Mike átti erfitt updráttar er hann kom til liðsins en er að koma sterkur inn núna en hann skoraði 26 stig í kvöld. „Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og var ekki búinn að spila mikið áður en hann kom til landsins. Hann er svo sannarlega búinn að sanna það fyrir okkur og sjálfum sér að hann er hörku leikmaður sem getur komið okkur langt á þessu móti.“ Úr leik kvöldsins.vísir/daníelIngi Þór: Þurfum að þekkja okkar takmörk „Þeir voru að hitta mikið af erfiðum skotum. Við vorum allt of opnir í fyrri hálfleik og Kino var oft eins og Palli einn í heiminum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir erfiðan baráttu sigur í kvöld. Hann sagðist eiga erfitt með að nefna einn KR-ing sem stóð upp úr. „Jón var geggjaður í kvöld og ég gæti talið upp alla í liðinu. Við erum að vinna með styrkleika og veikleika hvers og eins. Við þekkjum okkar takmörk og nú þurfum við að kynnast Þórs liðinu aðeins betur,“ sagði Ingi en KR átti erfitt með varnarleikinn á löngum köflum í kvöld. KR er auðvitað á algjörum heimavelli á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en Ingi segist þó einungis vera að horfa á einn leik í einu. „Við erum ekki að horfa neitt lengra en það. Við tökum bara næsta leik til að koma okkur í betri stöðu í þessari seríu. Þór hefur sýnt að þeir eru ekkert saddir eða hættir.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti