Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:21 Barr hefur aðeins skrifað þinginu fjögurra blaðsíðna bréf þar sem hann lýsir því sem hann segir meginniðurstöður Mueller. Vísir/EPA Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37