Ryð á Costco-fílnum og gíraffanum: Ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2019 11:24 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk Costco-fílinn að gjöf sumarið 2017. Aðeins er farið að falla á fílinn. Vísir/Atli Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll. Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll.
Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30
Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09