Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:53 Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Getty/Zach Gibson Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43