Innlent

Eldur kom upp í þjónustu­mið­stöð við hjúkrunar­heimilið við Boða­þing

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Útkallið kom rétt eftir klukkan sjö í morgun.
Útkallið kom rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vísir/vilhelm
Allt  tiltækt slökkviðlið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt eftir klukkan sjö í morgun eftir að tilkynning barst um að eld í Hrafnistu í Boðaþingi.

Samkvæmt tilkynningu frá Hrafnistu kölluðu starfsmenn hjúkrunarheimilisins strax til lögreglu og slökkvilið en töluverður reykur var í matsal Boðans, þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar, sem er sambyggð við hjúkrunarheimilið.

„Starfsmenn slökktu eldinn strax sem kom út frá logandi kerti í borðskreytingu og húsnæðið var reykræst í kjölfarið.

Hvorki íbúar Hrafnistu né íbúar í nágrenninu voru í neinni hættu og skemmdir eru óverulegar.

Neyðarstjórn Hrafnistu þakkar starfsfólki snör og markvissviðbrögð, sem og lögreglu, slökkviliði og öryggisfyrirtæki sem tóku þátt í aðgerðum,“ segir í tilkynningu Hrafnistu.

Að sögn varðstjóra sagði hann að tilkynningin til Neyðarlínu hafi ekki hljómað vel en starfsmaður á staðnum sagði eld loga í borðskreytingu í matsal í opnu rými. Mikill reykur myndaðist vegna eldsins og því var mikið lið sent af stað.

Reykræsting gekk vel og ekki þurfti að fara í stærri aðgerðir og ekki kom til þess að rýma þurfti húsið.

Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Hrafnistu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×