Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 23:30 Hvíta húsið er með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar. Vísir/Getty Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30