Sisi gert kleift að sitja áfram á valdastóli 16. apríl 2019 18:04 Gagnrýnendur segja egypska þingið lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir Sisi forseta. Vísir/EPA Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann. Egyptaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann.
Egyptaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira