Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2019 20:00 Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp." Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp."
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira