Allt á floti og lífshættulegar aðstæður við Dettifoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 11:45 Svona voru aðstæður við Dettifoss í morgun. Bæst hefur í vatnsflauminn eftir því sem liðið hefur á daginn. Mynd/Sigurður Erlingsson Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira