Sakar Sjálfstæðisflokkinn um að reyna að fela hallarekstur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 17:37 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela "verulegan hallarekstur bæjarins“. Vísir/egill Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“ Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, segist þurfa að undirrita ársreikning bæjarins með fyrirvara vegna þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum geri með reikningum tilraun til að fela „verulegan hallarekstur bæjarins“. Karl Pétur greindi frá þessu í skoðanagrein sem birtist á Vísi síðdegis í dag. „Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins,“ segir Karl Pétur. Hann segir 217 milljón króna greiðslu til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis hefði verið færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins. „Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara.“ Hann segir íbúa Seltjarnarness eiga skilið að vita raunverulega stöðu mála. „Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira,“ segir Karl Pétur. Bærinn hafi safnað skuldum á síðustu árum. Hann segir skuldastöðuna í dag samsvara rúmri milljón í skuld á hvern íbúa. Karl Pétur segir stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör.Bæjarstjóri Seltjarnarness segir KPMG hafi ekki viljað skrifa undir ársreikninginn án fyrirvara vegna túlkunaratriðis.Vísir/GVA„Það er bara alrangt,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. Ekkert hafi verið fært til. „Nei, það er bara rangt hjá Karli Pétri að meirihlutinn sé að reyna að fegra niðurstöðu rekstrarreikningsins, hún er alveg skýr.“Hvers vegna vildi þá KPMG ekki undir ársreikninginn án fyrirvara?„Það er túlkunaratriði á styrkframlagi sem bærinn fékk frá gjafasjóði Sigurgeirs Einarssonar. Það kemur skýrt fram í ársreikningnum að það er fært undir aðrar tekjur. Endurskoðandinn vill færa það sem lækkun á fastafjármunum. Þetta er túlkunaratriði sem við erum ekki sammála um en endurskoðandinn skrifar undir ársreikninginn en það er álit KPMB að ársreikninguriunn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018 sem er í samræmi við lög um ársreikninga og sveitarstjórnarlög.“ Ásgerður segir grein Karls Péturs litast af pólitík. „Þetta kallast bara pólitík sko. Fyrirmyndarbærinn stendur sterkur og íbúar eru mjög ánægðir með þjónustuna.“
Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Baslað í fyrirmyndarbænum Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes "Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. 11. apríl 2019 17:00