Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Gunnar Reynir Valþórsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. apríl 2019 11:11 Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. Vísir Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira