Gísli vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:57 Trond Einar Olaussen bæjarstjóri Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00