Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2019 22:45 Þeistareykjavegur, milli Húsavíkur og gatnamóta á Hólasandi, verður alls 47 kílómetra langur. Grafík/Guðmundur Björnsson. Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15