Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Ari Brynjólfsson skrifar 27. apríl 2019 07:00 Börnum á leikskólum borgarinnar hefur fækkað um rúmlega 700 á síðustu fjórum árum. Fréttablaðið/Anton Brink Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira