Segir langtímamarkmiðið að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:05 Gámar á Granda í Reykjavík þar sem heimilislausir hafa gistiaðstöðu. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira