Viðskipti erlent

Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez
Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í ársfjórðungskýrslu Facebook þar sem segir að fyrirtækið reikni með að þurfa að greiða allt að fimm milljarða dollara, um 600 milljarða króna, í sektir vegna rannsókna bandaríska yfirvalda á starfsemi fyrirtækisins.

Facebook hefur átt undir högg að sækja fyrir slælega frammistöðu í persónuverndarmálum og komið hefur í ljós að upplýsingum um notendur Facebook hefur verið deilt víða og í ýmsum tilgangi, þar á meðal til stórfyrirtækja.

Í skýrslunni kemur fram að notendur Facebook um heim allan sé orðnir 2,4 milljarðar og fjölgar þeim um átta prósent á mánaðargrundvelli.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×