Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira