Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 13:56 Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hafa búist við svo harðri gagnrýni. Vísir/hanna Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“ Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06