Innlent

Finna styrk hvert hjá öðru á páskadag

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Thosiki Toma er prestur alþjóðasöfnuðarins í Breiðholtskirkju.
Thosiki Toma er prestur alþjóðasöfnuðarins í Breiðholtskirkju. Baldur
Páskadagur hófst með helgihaldi út um land allt. Árisulir mættu á Þingvelli fyrir klukkan sex í morgun til að taka þátt í Upprisumessu á meðan aðrir létu sér nægja hátíðarmessu Í Hallgrímskirkju klukkan ellefu. Í Breiðholtskirkju fór svo fram Alþjóðleg páskamessa. Prestur alþjóðasafnaðarins segir messuna mikilvæga fyrir flótta fólk.

Í Hallgrímskirkju var margt um manninn og sá Séra Irma Sjöfn Óskardóttir um predikunina. Helgistundin einkenndist mikið af söng og stóð Mótettukór Hallgrímskirkju fyrir sínu.

Alþjóðlegi Söfnuður Breiðholtskirkju hittist á hverjum sunnudegi. En þangað leita hælisleitendur og flóttafólk. Thosiki Toma prestur safnaðarins segir þessar stundir mikilvægar. Þangað leiti fólk í styrk og stuðning hvers annars. Oft sé þörfin mikil á hátíðisdögum að tilheyra hópi fólks. Bænastundir þeirra séu meira spjall um daginn og veginn.

„Sérhver þáttakandi getur sagt frá því hvernig honum líður, vel eða illa. Hvað gerðist hjá viðkomandi í vikunni. Það verður beint bænaefni. Þetta er í raun meira samtala hjá okkur,“ segir Thosiki. Í dag er þó haldin hefðbundin messa í tilefni páskanna. En í kringum hana á sér líka alltaf staðar spjall og umræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×