Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 08:45 Rosenstein starfaði í áratugi í dómsmálaráðuneytinu. Trump skipaði hann aðstoðardómsmálaráðherra árið 2017 en snerist harkalega gegn honum eftir skipan sérstaka rannsakandans. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36