Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum Sveinn Arnarsson skrifar 30. apríl 2019 06:00 Sjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjótast inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri í mars í fyrra, vopnaður sprautunál og haft í hótunum við ljósmæður sem voru á vakt á sjúkrahúsinu á meðan þær sinntu verðandi mæðrum með sótt. Atvikið var tekið alvarlega af sjúkrahúsinu og aðgangsstýring er nú orðin öflugri. Segir í ákæru að maðurinn hafi brotið rúðu á vesturhlið sjúkrahússins og ruðst inn í húsið í heimildarleysi og unnið miklar skemmdir á innanstokksmunum. Einnig braut hann rúðu á vaktherbergi fæðingardeildarinnar og skemmdi þar tölvubúnað. Á fæðingardeildinni hótaði hann að stinga ljósmæður með sprautunál sem hann hafði meðferðis og sagði sprautuna bera HIV-smit. Krafðist hann þess að ljósmæður létu honum í té morfín af lyfjabirgðum deildarinnar. „Þetta atvik var litið alvarlegum augum hér á sjúkrahúsinu,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir Sjúkrahússins á Akureyri. „Vinna var hafin við aðgangsstýringu að sjúkrahúsinu á þessum tíma og var þeirri vinnu flýtt í kjölfar þessa atviks. Er það gert til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins.“ Sá ákærði var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann framdi þennan verknað. Atvik sem þessi eru afar óalgeng á sjúkrahúsinu og var strax tekið á þessu máli þar sem breytingum var hrundið í framkvæmd. „Sjúkrahúsið á að vera griðastaður þar sem öryggi fólks er tryggt,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það má segja það mildi að enginn hafi beðið skaða af, hvorki skjólstæðingar fæðingardeildarinnar né starfsmenn.“ Málið er einnig litið alvarlegum augum af ákæruvaldinu og er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni líkt og hann hafi ráðist á lögreglumann við embættisstörf. Starfsmenn sjúkrahúsa; hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, njóta verndar líkt og lögreglumenn við störf. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjótast inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri í mars í fyrra, vopnaður sprautunál og haft í hótunum við ljósmæður sem voru á vakt á sjúkrahúsinu á meðan þær sinntu verðandi mæðrum með sótt. Atvikið var tekið alvarlega af sjúkrahúsinu og aðgangsstýring er nú orðin öflugri. Segir í ákæru að maðurinn hafi brotið rúðu á vesturhlið sjúkrahússins og ruðst inn í húsið í heimildarleysi og unnið miklar skemmdir á innanstokksmunum. Einnig braut hann rúðu á vaktherbergi fæðingardeildarinnar og skemmdi þar tölvubúnað. Á fæðingardeildinni hótaði hann að stinga ljósmæður með sprautunál sem hann hafði meðferðis og sagði sprautuna bera HIV-smit. Krafðist hann þess að ljósmæður létu honum í té morfín af lyfjabirgðum deildarinnar. „Þetta atvik var litið alvarlegum augum hér á sjúkrahúsinu,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir Sjúkrahússins á Akureyri. „Vinna var hafin við aðgangsstýringu að sjúkrahúsinu á þessum tíma og var þeirri vinnu flýtt í kjölfar þessa atviks. Er það gert til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins.“ Sá ákærði var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann framdi þennan verknað. Atvik sem þessi eru afar óalgeng á sjúkrahúsinu og var strax tekið á þessu máli þar sem breytingum var hrundið í framkvæmd. „Sjúkrahúsið á að vera griðastaður þar sem öryggi fólks er tryggt,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það má segja það mildi að enginn hafi beðið skaða af, hvorki skjólstæðingar fæðingardeildarinnar né starfsmenn.“ Málið er einnig litið alvarlegum augum af ákæruvaldinu og er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni líkt og hann hafi ráðist á lögreglumann við embættisstörf. Starfsmenn sjúkrahúsa; hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, njóta verndar líkt og lögreglumenn við störf.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira