Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill efla einkarekna fjölmiðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira