Innlent

Kranabíll rann út í sjó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kranabíllinn í höfninni í gærkvöldi.
Kranabíllinn í höfninni í gærkvöldi. Vísir
Mannlaus kranabíll rann út í sjó í Kópavogi í gærkvöldi. Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 22:17 en í dagbók lögreglu segir að eigandi bílsins viti ekki hvernig atvikið bar að.

Bílnum verður komið á land í dag en líkt og sjá má af meðfylgjandi mynd er hann nær allur á kafi.

Á tíunda tímanum var lögreglu svo tilkynnt um brotna rúðu í bifreið í Breiðholti. Ekki náðist í eiganda bílsins og var því lítið hægt að aðhafast.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi vegna gruns um ölvunarakstur og/eða fíkniefnaakstur. Þeir voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Á ellefta tímanum var svo tilkynnt um „gáleysisakstur“ á Kjalarnesi. Rætt var við ökumanninn sem sagðist ætla að bæta ráð sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×