Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 07:15 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sést hér í ræðustól við umræðurnar í gær. Mikill hiti var í umræðunum og þurfti þingforseti að biðja Ingu Sæland að gæta orða sinna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira