Þjónustubeiðni barst ekki Isavia vegna hjólastóls Sighvatur Jónsson skrifar 6. maí 2019 19:15 Þjónustubeiðni barst ekki Isavia vegna hjólastóls sem eigandi beið eftir í tæpa tvo klukkutíma á Keflavíkurflugvelli, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. Upplýsingafulltrúi Isavia segir unnið að því með hagsmunaaðilum að tryggja að fatlaðir og hreyfihamlaðir fái eins góða þjónustu á vellinum og kostur er. Fjölskylda Magnúsar Jóels Jónssonar beið í um eina og hálfa klukkustund eftir sérútbúnum hjólastól hans við komuna til Keflavíkur á dögunum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugfélag sjái um að flytja hjólastólinn milli landa. Flugþjónustufyrirtæki affermi vélina og komi hjólastólnum til starfsmanna á vegum Isavia, sem í þessu tilviki hafi verið starfsmenn Securitas, sem afhendi svo eiganda stólinn. „Það virðist sem að eitthvað hafi rofnað í þessari keðju. Í þessu tilviki virðist hafa verið sú staðreynd að þjónustubeiðni var ekki stofnuð og barst ekki,“ segir Guðjón.Sem sagt einhver fyrr í kveðjunni þá heldur en þið?„Já.“ Burtséð frá því hvort það var flugfélag eða ferðaskrifstofa sem gleymdi að panta þjónustu fyrir Magnús Jóel sagði formaður Öryrkjabandalagsins í hádegisfréttum Bylgjunnar að algengt væri að fólk kvartaði yfir þjónustu vegna hjólastóla á Keflavíkurflugvelli. ”Við viljum að sjálfsögðu haga því þannig að þessi þjónusta sé eins góð og eins vel unnin og á verður kosið. Og við viljum vinna með öllum hagsmunaaðilum til að tryggja að fólk fái bestu þjónustuna.” Félagsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Maðurinn var með lungnabólgu og segir að sér hafi liðið hræðilega á meðan hann beið. 5. maí 2019 18:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Þjónustubeiðni barst ekki Isavia vegna hjólastóls sem eigandi beið eftir í tæpa tvo klukkutíma á Keflavíkurflugvelli, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. Upplýsingafulltrúi Isavia segir unnið að því með hagsmunaaðilum að tryggja að fatlaðir og hreyfihamlaðir fái eins góða þjónustu á vellinum og kostur er. Fjölskylda Magnúsar Jóels Jónssonar beið í um eina og hálfa klukkustund eftir sérútbúnum hjólastól hans við komuna til Keflavíkur á dögunum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugfélag sjái um að flytja hjólastólinn milli landa. Flugþjónustufyrirtæki affermi vélina og komi hjólastólnum til starfsmanna á vegum Isavia, sem í þessu tilviki hafi verið starfsmenn Securitas, sem afhendi svo eiganda stólinn. „Það virðist sem að eitthvað hafi rofnað í þessari keðju. Í þessu tilviki virðist hafa verið sú staðreynd að þjónustubeiðni var ekki stofnuð og barst ekki,“ segir Guðjón.Sem sagt einhver fyrr í kveðjunni þá heldur en þið?„Já.“ Burtséð frá því hvort það var flugfélag eða ferðaskrifstofa sem gleymdi að panta þjónustu fyrir Magnús Jóel sagði formaður Öryrkjabandalagsins í hádegisfréttum Bylgjunnar að algengt væri að fólk kvartaði yfir þjónustu vegna hjólastóla á Keflavíkurflugvelli. ”Við viljum að sjálfsögðu haga því þannig að þessi þjónusta sé eins góð og eins vel unnin og á verður kosið. Og við viljum vinna með öllum hagsmunaaðilum til að tryggja að fólk fái bestu þjónustuna.”
Félagsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Maðurinn var með lungnabólgu og segir að sér hafi liðið hræðilega á meðan hann beið. 5. maí 2019 18:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Maðurinn var með lungnabólgu og segir að sér hafi liðið hræðilega á meðan hann beið. 5. maí 2019 18:45