Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 18:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem saksóknararnir skrifa undir. Í henni segja þeir William Barr, dómsmálaráðherra, hafa rangt fyrir sér þegar hann heldur því fram að sönnunargögn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, dugi ekki til að halda því fram að Trump hafi framið glæp og ekki sé hægt að ákæra hann á þeim grundvelli.Sjá einnig: Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherraReglur Dómsmálaráðuneytisins Bandaríkjanna koma í veg fyrir að hægt sé að ákæra sitjandi forseta. Í skýrslu Mueller tók hann fram að hann vildi ekki segja til um hvort Trump hefði framið glæp, vegna þeirra reglna. Þess í stað ákvað hann að taka saman þó nokkur tiltekin dæmi þar sem Trump gæti hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Einnig var tekið fram að hægt væri að nota þau sönnunargögn eftir að Trump hættir sem forseti. Í yfirlýsingunni eru nokkur af dæmum Mueller tekin fyrir, eins og það að Trump hafi reynt að reka Mueller og reynt að falsa skjöl til að hylma yfir það og að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að vitni ræddu við Mueller, svo eitthvað sé nefnt.„Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir. Þeir segja einnig að þetta sé ekki spurning um faglegt mat. Þó hægt sé að setja fram ýmis konar varnir og mótrök gegn ákæru, sé það gegn rökréttri hugsun og sameiginlegri reynslu þeirra saksóknara sem skrifa undir að lesa skýrslu Mueller og komast að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að dæma menn á grunni skýrslunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 390 fyrrverandi alríkissaksóknarar skrifað undir skýrsluna.Vilja krefja Mueller svara Washington Post hefur tekið saman nokkra af þeim sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna og þykja hvað áhrifamestir. Þar á meðal eru Bill Weld, sem starfaði sem ríkislögmaður Ronald Reagan; Donald Ayer, sem starfaði sem aðstoðardómsmálaráðherra fyrir George H.W. Bush; John S. Martin, fyrrverandi ríkislögmaður og alríkisdómari sem skipaður var í stöður sínar af tveimur forsetum Repúblikanaflokksins. Einnig skrifaði Paul Rosenzweig undir yfirlýsinguna en hann starfaði við rannsókn Kenneth W. Star, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Á listanum eru rúmlega 20 fyrrverandi ríkislögmenn og minnst hundrað manns sem hafa starfað í meira en tuttugu ár innan Dómsmálaráðuneytisins. Þeir hafa starfað fyrir allar ríkisstjórnir Bandaríkjanna frá því Dwight D. Eisenhower var forseti. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa velt vöngum yfir því hvort Robert Mueller sjálfur eigi að vera kallaður fyrir þingmenn og svara spurningum um rannsókn sína. William Barr hefur sagt að hann sé ekki mótfallinn því og Trump hafði sagt það sama. Trump hefur þó skipt um skoðun og lýsti því yfir um helgina að Mueller ætti ekki að svara spurningum þingmanna. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06 Þingforsetinn sakar Barr um lygar Nancy Pelosi sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. 2. maí 2019 20:04 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem saksóknararnir skrifa undir. Í henni segja þeir William Barr, dómsmálaráðherra, hafa rangt fyrir sér þegar hann heldur því fram að sönnunargögn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, dugi ekki til að halda því fram að Trump hafi framið glæp og ekki sé hægt að ákæra hann á þeim grundvelli.Sjá einnig: Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherraReglur Dómsmálaráðuneytisins Bandaríkjanna koma í veg fyrir að hægt sé að ákæra sitjandi forseta. Í skýrslu Mueller tók hann fram að hann vildi ekki segja til um hvort Trump hefði framið glæp, vegna þeirra reglna. Þess í stað ákvað hann að taka saman þó nokkur tiltekin dæmi þar sem Trump gæti hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Einnig var tekið fram að hægt væri að nota þau sönnunargögn eftir að Trump hættir sem forseti. Í yfirlýsingunni eru nokkur af dæmum Mueller tekin fyrir, eins og það að Trump hafi reynt að reka Mueller og reynt að falsa skjöl til að hylma yfir það og að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að vitni ræddu við Mueller, svo eitthvað sé nefnt.„Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir. Þeir segja einnig að þetta sé ekki spurning um faglegt mat. Þó hægt sé að setja fram ýmis konar varnir og mótrök gegn ákæru, sé það gegn rökréttri hugsun og sameiginlegri reynslu þeirra saksóknara sem skrifa undir að lesa skýrslu Mueller og komast að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að dæma menn á grunni skýrslunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 390 fyrrverandi alríkissaksóknarar skrifað undir skýrsluna.Vilja krefja Mueller svara Washington Post hefur tekið saman nokkra af þeim sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna og þykja hvað áhrifamestir. Þar á meðal eru Bill Weld, sem starfaði sem ríkislögmaður Ronald Reagan; Donald Ayer, sem starfaði sem aðstoðardómsmálaráðherra fyrir George H.W. Bush; John S. Martin, fyrrverandi ríkislögmaður og alríkisdómari sem skipaður var í stöður sínar af tveimur forsetum Repúblikanaflokksins. Einnig skrifaði Paul Rosenzweig undir yfirlýsinguna en hann starfaði við rannsókn Kenneth W. Star, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Á listanum eru rúmlega 20 fyrrverandi ríkislögmenn og minnst hundrað manns sem hafa starfað í meira en tuttugu ár innan Dómsmálaráðuneytisins. Þeir hafa starfað fyrir allar ríkisstjórnir Bandaríkjanna frá því Dwight D. Eisenhower var forseti. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa velt vöngum yfir því hvort Robert Mueller sjálfur eigi að vera kallaður fyrir þingmenn og svara spurningum um rannsókn sína. William Barr hefur sagt að hann sé ekki mótfallinn því og Trump hafði sagt það sama. Trump hefur þó skipt um skoðun og lýsti því yfir um helgina að Mueller ætti ekki að svara spurningum þingmanna.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06 Þingforsetinn sakar Barr um lygar Nancy Pelosi sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. 2. maí 2019 20:04 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06
Þingforsetinn sakar Barr um lygar Nancy Pelosi sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. 2. maí 2019 20:04
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00