Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 14:16 Bílar í Auðarstræti í morgun með sekt á framrúðunum. Þóra Einarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað. Bílar Reykjavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað.
Bílar Reykjavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira