Stærsta timburhúsið á Íslandi rís við höfnina Ari Brynjólfsson skrifar 6. maí 2019 08:00 Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. vísir/sigtryggur ari Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira