Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 5. maí 2019 23:48 Persónur og leikendur. frá vinstri, Dómsmálaráðherrann Barr- forsetinn Trump-Mueller rannsakandi. Getty/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira