Innlent

Tókst ekki að vekja farþega og óskaði eftir aðstoð lögreglu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Óskað var eftir aðstoð lögreglu að skemmtistað í Kópavogi í nótt vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn grunaður um árásina og gisti hann í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Þá voru tveir handteknir eftir að tilkynnt var um slagsmál í verslun í Grafarvogi um klukkan níu í gærkvöldi. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu þar til unnt er að taka af þeim skýrslu. Á þriðja tímanum í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu þar sem honum tókst ekki að vekja farþega.

Þá var nokkuð um að lögregla þyrfti að hafa afskipti af ökumönnum vegna gruns um ölvunar og fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×