Ömurlegur kumbaldi sem skyggir á Viðey Ari Brynjólfsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Í deiliskipulagi má byggingin vera 35 metra há. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira