Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 08:56 Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32