Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2019 07:30 Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir tóku ekki undir bókun borgarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira