Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 12:31 Frá Mehamn, nyrstu byggð Noregs. Nordicphotos/Getty Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira