Stjórnvöld brjóta gegn réttindum örorkulífeyrisþega og stjórnmálamönnum er alveg sama Hópur skrifar 2. maí 2019 07:00 Það er stundum tilviljunarkennt hvað vekur áhuga stjórnmálamanna og hvað fer fram hjá þeim. Mikið hefur t.d. verið rætt um lögbrot Seðlabankans sem sektaði útgerðarfyrirtækið Samherja um 15 milljónir króna með ólögmætum hætti. Slíkt er að sjálfsögðu alvarlegt og ekki bætir úr skák að Seðlabankinn þráaðist lengi við að láta af háttseminni þrátt fyrir að hafa verið bent á ólögmætið. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti í janúar 2019 um að ákvarðanir Seðlabankans hefðu verið ólögmætar. Stjórnmálamenn virðast allir vera sammála um alvarleika málsins og margir hafa látið stór orð falla í fjölmiðlum. Samherji og önnur fyrirtæki, sem hafa verið ranglega sektuð, eiga að fá allt greitt til baka. Engum stjórnmálamanni dettur í hug að greiða einungis hluta af því sem ólöglega var haft af þeim. Svona eiga alþingismenn og ráðherrar að sjálfsögðu að bregðast við þegar stjórnvöld beita borgara sína ranglæti.Fimmtán eða fimm þúsund milljónir Á sama tíma og Seðlabankamálið hefur verið í gangi (og raunar mun lengur) hefur annað mál fengið litla athygli stjórnmálamanna. Snýst það mál um að Tryggingastofnun hefur í 10 ár skert greiðslur til örorkulífeyrisþega með ólögmætum hætti. Svo virðist sem stofnunin haf i ákveðið þessar skerðingar upp á sitt eindæmi því skerðingarnar byrjuðu skyndilega vorið 2009 án þess að lög eða reglur hefðu breyst. Frá því að skerðingarnar hófust hefur stofnunin ólöglega skert örorkulífeyri um u.þ.b. hálfan milljarð króna á hverju ári. Það eru 5 milljarðar króna á þeim tíu árum sem ólögmæta skerðingin hefur staðið yfir. Skerðingarnar bitna misjafnlega á fólki. Suma einstaklinga hefur Tryggingastofnun hlunnfarið um 200 þúsund krónur í hverjum einasta mánuði, sem gerir meira en 20 milljónir króna á öllu tímabilinu. Veikir eða fatlaðir einstaklingar fá enn greiddar tæpar 40.000 krónur á mánuði en ættu að fá rúmar 240.000 krónur. Þessir einstaklingar eru til dæmis foreldrar fátækustu barnanna á Íslandi, barna sem líða skort og fá ekki þau tækifæri sem þau ættu að fá. Tryggingastofnun hefur á undanförnum árum fengið fjölmargar ábendingar um að skerðingarnar séu ólögmætar. Stofnunin þráaðist við þar til umboðsmaður Alþingis greip í taumana og skilaði áliti í júní 2018 sem var afdráttarlaust um að skerðingar Tryggingastofnunar væru ólögmætar. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa ekki verið eins og ætla mætti. Fáir hafa lýst yfir vanþóknun á þessum alvarlegu lögbrotum og engir opnir fundir hafa verið haldnir til þess að krefjast skýringa. Í stað þess að leiðrétta ólögmætið og greiða örorkulífeyrisþegum allt það sem ranglega var tekið hefur félagsmálaráðherra sagt að einungis 40% verði greidd til baka, 4 ár af 10. Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi. Brotin standa enn Örorkulífeyrir er greiddur út mánaðarlega enda ætlaður til framfærslu með sama hætti og laun, atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof o.s.frv. Íslenska ríkið hefur í hverjum einasta mánuði í 10 ár skert framfærslu og þar með lífskjör örorkulífeyrisþega um tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna. Ríkisstjórnin ætlar ekki að rétta hlut fólks nema að litlum hluta en auk þess er enn ekki búið að stöðva skerðingarnar og eru þær því ennþá framk væmdar. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu í júní í fyrra og í kjölfarið viðurkenndu ráðuneytið og Tryggingastofnun að greiðslur til þúsund manns væru ólöglega skertar um hver mánaðamót. Samt er ólögmætum skerðingum haldið áfram og þær framkvæmdar mánaðarlega þótt næstum ár sé liðið frá áliti Umboðsmanns. Tryggingastofnun og ráðuneytið eru því viljandi að brjóta gegn réttindum þúsund einstaklinga um hver einustu mánaðamót. Nýjustu áætlanir félagsmálaráðherra gera ráð fyrir að þetta verði ekki leiðrétt fyrr en á næsta ári. Mismunun gegn fötluðu fólki á sér margar birtingarmyndir. Ólík viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við þeim lögbrotum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ein slík birtingarmynd. Þegar upp kemst um lögbrot sem bitnað hafa á fólki sem stjórnmálamenn geta að einhverju leyti samsamað sig með eru viðbrögðin skjót og afgerandi. Þegar lögbrotin beinast hins vegar að fötluðu fólki sem fæstir stjórnmálamenn eiga mikla samleið með láta viðbrögðin á sér standa. Það er vont að búa í samfélagi misréttis þar sem stjórnmálamenn telja að sumir skipti miklu máli en aðrir minna máli. Það er von undirritaðra að stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því að bregðast eins við því þegar upp kemst um kerfisbundin brot gegn borgurunum óháð því að hvaða þjóðfélagshópum þau beinast.Höfundar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍDaníel Isebarn Ágútsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er stundum tilviljunarkennt hvað vekur áhuga stjórnmálamanna og hvað fer fram hjá þeim. Mikið hefur t.d. verið rætt um lögbrot Seðlabankans sem sektaði útgerðarfyrirtækið Samherja um 15 milljónir króna með ólögmætum hætti. Slíkt er að sjálfsögðu alvarlegt og ekki bætir úr skák að Seðlabankinn þráaðist lengi við að láta af háttseminni þrátt fyrir að hafa verið bent á ólögmætið. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti í janúar 2019 um að ákvarðanir Seðlabankans hefðu verið ólögmætar. Stjórnmálamenn virðast allir vera sammála um alvarleika málsins og margir hafa látið stór orð falla í fjölmiðlum. Samherji og önnur fyrirtæki, sem hafa verið ranglega sektuð, eiga að fá allt greitt til baka. Engum stjórnmálamanni dettur í hug að greiða einungis hluta af því sem ólöglega var haft af þeim. Svona eiga alþingismenn og ráðherrar að sjálfsögðu að bregðast við þegar stjórnvöld beita borgara sína ranglæti.Fimmtán eða fimm þúsund milljónir Á sama tíma og Seðlabankamálið hefur verið í gangi (og raunar mun lengur) hefur annað mál fengið litla athygli stjórnmálamanna. Snýst það mál um að Tryggingastofnun hefur í 10 ár skert greiðslur til örorkulífeyrisþega með ólögmætum hætti. Svo virðist sem stofnunin haf i ákveðið þessar skerðingar upp á sitt eindæmi því skerðingarnar byrjuðu skyndilega vorið 2009 án þess að lög eða reglur hefðu breyst. Frá því að skerðingarnar hófust hefur stofnunin ólöglega skert örorkulífeyri um u.þ.b. hálfan milljarð króna á hverju ári. Það eru 5 milljarðar króna á þeim tíu árum sem ólögmæta skerðingin hefur staðið yfir. Skerðingarnar bitna misjafnlega á fólki. Suma einstaklinga hefur Tryggingastofnun hlunnfarið um 200 þúsund krónur í hverjum einasta mánuði, sem gerir meira en 20 milljónir króna á öllu tímabilinu. Veikir eða fatlaðir einstaklingar fá enn greiddar tæpar 40.000 krónur á mánuði en ættu að fá rúmar 240.000 krónur. Þessir einstaklingar eru til dæmis foreldrar fátækustu barnanna á Íslandi, barna sem líða skort og fá ekki þau tækifæri sem þau ættu að fá. Tryggingastofnun hefur á undanförnum árum fengið fjölmargar ábendingar um að skerðingarnar séu ólögmætar. Stofnunin þráaðist við þar til umboðsmaður Alþingis greip í taumana og skilaði áliti í júní 2018 sem var afdráttarlaust um að skerðingar Tryggingastofnunar væru ólögmætar. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa ekki verið eins og ætla mætti. Fáir hafa lýst yfir vanþóknun á þessum alvarlegu lögbrotum og engir opnir fundir hafa verið haldnir til þess að krefjast skýringa. Í stað þess að leiðrétta ólögmætið og greiða örorkulífeyrisþegum allt það sem ranglega var tekið hefur félagsmálaráðherra sagt að einungis 40% verði greidd til baka, 4 ár af 10. Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi. Brotin standa enn Örorkulífeyrir er greiddur út mánaðarlega enda ætlaður til framfærslu með sama hætti og laun, atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof o.s.frv. Íslenska ríkið hefur í hverjum einasta mánuði í 10 ár skert framfærslu og þar með lífskjör örorkulífeyrisþega um tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna. Ríkisstjórnin ætlar ekki að rétta hlut fólks nema að litlum hluta en auk þess er enn ekki búið að stöðva skerðingarnar og eru þær því ennþá framk væmdar. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu í júní í fyrra og í kjölfarið viðurkenndu ráðuneytið og Tryggingastofnun að greiðslur til þúsund manns væru ólöglega skertar um hver mánaðamót. Samt er ólögmætum skerðingum haldið áfram og þær framkvæmdar mánaðarlega þótt næstum ár sé liðið frá áliti Umboðsmanns. Tryggingastofnun og ráðuneytið eru því viljandi að brjóta gegn réttindum þúsund einstaklinga um hver einustu mánaðamót. Nýjustu áætlanir félagsmálaráðherra gera ráð fyrir að þetta verði ekki leiðrétt fyrr en á næsta ári. Mismunun gegn fötluðu fólki á sér margar birtingarmyndir. Ólík viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við þeim lögbrotum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ein slík birtingarmynd. Þegar upp kemst um lögbrot sem bitnað hafa á fólki sem stjórnmálamenn geta að einhverju leyti samsamað sig með eru viðbrögðin skjót og afgerandi. Þegar lögbrotin beinast hins vegar að fötluðu fólki sem fæstir stjórnmálamenn eiga mikla samleið með láta viðbrögðin á sér standa. Það er vont að búa í samfélagi misréttis þar sem stjórnmálamenn telja að sumir skipti miklu máli en aðrir minna máli. Það er von undirritaðra að stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því að bregðast eins við því þegar upp kemst um kerfisbundin brot gegn borgurunum óháð því að hvaða þjóðfélagshópum þau beinast.Höfundar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍDaníel Isebarn Ágútsson, lögmaður
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar