Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó Lovísa Arnardóttir skrifar 1. maí 2019 10:00 Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira