Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2019 21:15 Þristurinn sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld er einskonar undanfari. Flugvélin er máluð eins og vélar Pan American World Airways voru á árum síðari heimstyrjaldarinnar. Vísir/KMU. Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Þetta eru allt svokallaðir „þristar“ á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í viðburðum í tilefni þess að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí árið 1944 og 70 ár frá loftbrúnni til Berlínar, sem hófst í júní 1948 og lauk í maí 1949. Þótt búist sé við vélunum eftir miðjan dag á morgun ríkir óvissa um tímasetningar, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu þeirra hérlendis. Þannig er hópflugið mjög háð veðri og vindum en veðurspá á Grænlandi, þaðan sem vélarnar koma í þessum áfanga, þótti tvísýn í dag. Áformað er að flugflotanum verði lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi gefist kostur á að skoða vélarnar á þriðjudag. Áætlað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag.Þristurinn Clipper Tabitha May svífur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/KMU.Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki og minnast menn þess ekki að viðlíka atburður hafi áður gerst í fluginu hérlendis, hvorki að svo margar vélar af þessari tegund hafi áður flogið saman í einum hópi til Íslands né að svo margir og gamlir „öldungar“ flugsins hafi lent áður hérlendis á sama degi. Þannig segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson að á stríðsárunum hafi þristar yfirleitt ekki verið fleiri en tveir og tveir saman í flugi yfir hafið til Íslands, en telur hugsanlegt að finna megi dæmi um að minni orustuvélum hafi verið flogið saman í svo stórum hópum til landsins. Forsmekkinn mátti sjá á Reykjavíkurflugvelli í kvöld þegar DC-3 vélin „Clipper Tabitha May“ lenti þar klukkan 18.10 eftir flug frá Narsarsuaq. Hún er einskonar undanfari hópsins. Stefnt er að því að hún haldi áfram för sinni áleiðis til Bretlands klukkan 10 í fyrramálið til að taka þátt í flugsýningum á Duxford-flugminjasafninu norðan við London fram til 1. júní. Flugmennirnir veifuðu íslenska fánanum út um glugga flugstjórnarklefans eftir að vélinni var lagt norðan við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Flugvélin verður síðan í Normandí fram til 10. júní en þar ná hátíðahöldin hámarki á D-deginum 6. júní. Á tímabilinu frá 10. – 18. júní tekur vélin þátt í viðburðum tengdum loftbrúnni til Berlínar. Clipper Tabitha May var smíðuð árið 1945 fyrir bandaríska herinn, sem seldi hana ónotaða til einkaaðila og var hún nýtt í atvinnuflugi allt fram til ársins 1995. Síðar eignuðust áhugamenn um sögu Pan Am-flugfélagsins vélina, gerðu hana upp og máluðu í litum félagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Ráðamenn Þristavinafélagsins vonast til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Fræðast má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Þetta eru allt svokallaðir „þristar“ á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í viðburðum í tilefni þess að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí árið 1944 og 70 ár frá loftbrúnni til Berlínar, sem hófst í júní 1948 og lauk í maí 1949. Þótt búist sé við vélunum eftir miðjan dag á morgun ríkir óvissa um tímasetningar, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu þeirra hérlendis. Þannig er hópflugið mjög háð veðri og vindum en veðurspá á Grænlandi, þaðan sem vélarnar koma í þessum áfanga, þótti tvísýn í dag. Áformað er að flugflotanum verði lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi gefist kostur á að skoða vélarnar á þriðjudag. Áætlað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag.Þristurinn Clipper Tabitha May svífur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/KMU.Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki og minnast menn þess ekki að viðlíka atburður hafi áður gerst í fluginu hérlendis, hvorki að svo margar vélar af þessari tegund hafi áður flogið saman í einum hópi til Íslands né að svo margir og gamlir „öldungar“ flugsins hafi lent áður hérlendis á sama degi. Þannig segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson að á stríðsárunum hafi þristar yfirleitt ekki verið fleiri en tveir og tveir saman í flugi yfir hafið til Íslands, en telur hugsanlegt að finna megi dæmi um að minni orustuvélum hafi verið flogið saman í svo stórum hópum til landsins. Forsmekkinn mátti sjá á Reykjavíkurflugvelli í kvöld þegar DC-3 vélin „Clipper Tabitha May“ lenti þar klukkan 18.10 eftir flug frá Narsarsuaq. Hún er einskonar undanfari hópsins. Stefnt er að því að hún haldi áfram för sinni áleiðis til Bretlands klukkan 10 í fyrramálið til að taka þátt í flugsýningum á Duxford-flugminjasafninu norðan við London fram til 1. júní. Flugmennirnir veifuðu íslenska fánanum út um glugga flugstjórnarklefans eftir að vélinni var lagt norðan við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Flugvélin verður síðan í Normandí fram til 10. júní en þar ná hátíðahöldin hámarki á D-deginum 6. júní. Á tímabilinu frá 10. – 18. júní tekur vélin þátt í viðburðum tengdum loftbrúnni til Berlínar. Clipper Tabitha May var smíðuð árið 1945 fyrir bandaríska herinn, sem seldi hana ónotaða til einkaaðila og var hún nýtt í atvinnuflugi allt fram til ársins 1995. Síðar eignuðust áhugamenn um sögu Pan Am-flugfélagsins vélina, gerðu hana upp og máluðu í litum félagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Ráðamenn Þristavinafélagsins vonast til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Fræðast má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07
Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent