Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 11:04 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Vísir/Jói K. Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt við Hof í Öræfum á fimmtudag voru fæstir í belti, að sögn lögreglu. Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þrír þeirra voru enn á gjörgæslu í gær. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar en alls voru ferðamennirnir í rútunni 32, allir frá Kína.Sjá einnig: Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að búið sé að ræða við flesta farþegana. Útlit sé fyrir að þeir hafi fæstir verið í bílbeltum þegar slysið varð. „Þetta er mjög misskipt eftir þjóðarbrotum, eftir því hver menningin er. Og bílstjórar eru að lenda í vandræðum með mörg þjóðarbrot sem virða þetta ekki og hlusta ekki á tilmæli og ábendingar um að nota belti.“Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum á fimmtudag.Vísir/VilhelmSveinn segir að búið sé að ræða við bílstjóra rútunnar. Hann hafi gefið farþegum tilmæli um að spenna belti áður en haldið var af stað. „Og ég veit að stærstur hluti bílstjóra er mjög samviskusamur með það. En það er ekki á þeirra ábyrgð að fólk sé í beltum, ekki nema fyrir þá sem eru undir fimmtán ára aldri. Þeir vissulega gefa allflestir upplýsingar og leiðsögumenn benda á þetta yfirleitt.“ Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar en komið hefur fram að vegurinn á umræddum kafla er afar þröngur. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt við Hof í Öræfum á fimmtudag voru fæstir í belti, að sögn lögreglu. Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þrír þeirra voru enn á gjörgæslu í gær. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar en alls voru ferðamennirnir í rútunni 32, allir frá Kína.Sjá einnig: Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að búið sé að ræða við flesta farþegana. Útlit sé fyrir að þeir hafi fæstir verið í bílbeltum þegar slysið varð. „Þetta er mjög misskipt eftir þjóðarbrotum, eftir því hver menningin er. Og bílstjórar eru að lenda í vandræðum með mörg þjóðarbrot sem virða þetta ekki og hlusta ekki á tilmæli og ábendingar um að nota belti.“Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum á fimmtudag.Vísir/VilhelmSveinn segir að búið sé að ræða við bílstjóra rútunnar. Hann hafi gefið farþegum tilmæli um að spenna belti áður en haldið var af stað. „Og ég veit að stærstur hluti bílstjóra er mjög samviskusamur með það. En það er ekki á þeirra ábyrgð að fólk sé í beltum, ekki nema fyrir þá sem eru undir fimmtán ára aldri. Þeir vissulega gefa allflestir upplýsingar og leiðsögumenn benda á þetta yfirleitt.“ Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar en komið hefur fram að vegurinn á umræddum kafla er afar þröngur.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38
Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11
Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00