Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Ada Hegerberg, besti leikmaður heims 2018, á æfingu fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira