Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. maí 2019 07:00 Þórhildur Sunna og Björn Leví, þingmenn Pírata. Vísir/vilhelm Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndarinnar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljanlegt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki framhjá því litið að reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siðanefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, fela í sér ásökun um að viðkomandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þingmönnum er falið við fjárstjórnarvald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í samræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“Hin umdeildu ummæli þingmannannaNokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu?Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Sjá meira
Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. Torskilinn munur á afstöðu nefndarinnar til ummæla þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu. „Þessi niðurstaða vekur ótal spurningar. Það út af fyrir sig er ótrúverðugt,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, um þá niðurstöðu siðanefndar Alþingis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar í fyrra. Jón, sem var formaður starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum, segir siðanefndina hafa túlkað orð Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti og að erfitt sé að fylgja röksemdafærslu nefndarinnar. Niðurstaðan sé ótrúverðug. Meðal þess sem torskiljanlegt kann að þykja er hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Leví Gunnarsson sé innan marka siðareglna en Þórhildur Sunna ekki. Siðanefndin telur óljóst hvort Björn Leví fullyrði í ummælum á Facebook að Ásmundur sé þjófur eða hvort hann kalli eftir rannsókn á hvort hann sé þjófur. „Ruglingsleg ummæli Björns Levís um hvort Ásmundur væri þjófur – þar sem hann í sömu andránni kallar Ásmund þjóf en segir jafnframt að hann sé ekki að halda því fram að hann sé þjófur – má skoða í því ljósi. Með tilgreindum ummælum hafi hann verið að útskýra að í beiðni um rannsókn felist viss ásökun og hann tekur fram að beiðnin lúti að öllum þingmönnum sem þegið hafa endurgreiðslur vegna aksturs.“ Með þessum rökum kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að Björn Leví sé innan marka siðareglnanna. Um önnur ummæli Björns Levís á Facebook þar sem hann vísar til „brots“ Ásmundar segir siðanefndin að „[þ]ótt hugtakið „brot“ kunni að hljóma harkalega verður ekki framhjá því litið að reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar þingmanna veita umtalsvert svigrúm og að í þeim geti verið „grá svæði“.“ Þá vísar nefndin til erindis Ásmundar til forsætisnefndar þess efnis að honum hefði orðið ljóst að það orkaði tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Svo segir í niðurstöðu siðanefndarinnar: „Að framansögðu er það mat siðanefndar að Björn Leví Gunnarsson hafi haldið sig innan þess svigrúms sem þingmenn hafa til að leggja fram gagnrýni hver á annan.“ Öðru máli gegnir hins vegar um ummæli Þórhildar Sunnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullyrðingar þingmanns um rökstuddan grun um refsivert athæfi annars þingmanns gefi til kynna að hann búi yfir upplýsingum þar að lútandi enda kunni þingmenn í krafti trúnaðarstöðu sinnar að hafa aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. „Það er mat siðanefndar að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. [...] Þá telur siðanefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöllunar, fela í sér ásökun um að viðkomandi þingmaður hafi brugðist því trúnaðarhlutverki sem þingmönnum er falið við fjárstjórnarvald Alþingis með refsiverðu broti er varðar jafnvel fangelsi, ekki í samræmi við þann ásetning þingmanna að rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.“Hin umdeildu ummæli þingmannannaNokkur af ummælum Björns Levís: Okt. 2018: Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik [tilvísun í frétt] en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna. Nóv. 2018: Hvað ásökunina varðar. Ég get ekki sent inn erindi þar sem ég óska eftir rannsókn án þess að í því felist ásökun. Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt. Nóv. 2018: Hversu heppilegt er að innleiðingu reglna um notkun bílaleigubíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kominn á bílaleigubíl – eftir að það var búið að vekja athygli á brotinu?Ummæli Þórhildar Sunnu, 25. febrúar 2018: Við sjáum það að ráðherrar þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum, þingmenn þjóðarinnar eru aldrei látnir sæta afleiðingum. Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Sjá meira
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30
„Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49